Ungverjaland - Ísland 7 - 2

Strákarnir okkar áttu í erfiðleikum með Ungverjana eins og búist var við fyrirfram. Ungverjar eru með firnasterkt lið nú eins og svo oft áður. Lokastaðan í leiknum var 7-2 (2-1, 5-0, 0-1). Birkir okkar skoraði seinna mark íslenska liðsins.

Drengirnir stóðu vel í þeim í fyrsta leikhluta, voru óheppnir fengu á sig mark strax á þrðiju mínútu en þá voru Ungverjar einum fleiri þar sem einn varnarmanna okkar hafði fengið 2 mín brottvísun. Ungverjar settu svo annað mark um miðjan leikhlutann en á síðustu mínútu skoraði Gauti Þormóðs mark þegar liðið lék einum færri. Staðan eftir eina lotu 2-1 í annarri lotu virðist sem einstefna að marki okkar hafi ríkt. Unhverjar skora 5 sinnum, aðeins 1 markanna var á "power play" og þá þá voru ungverjar 5 á móti 3 útileikmönnum. Í 3. leikhluta virðist hafa verið nokkuð jafn straumur í refsiboxið. Hvort lið fékk sjö 2 mínútna dóma. Aðeins 1 mark var skorað og var það Birkir Árnason sem skoraði á "powerplay" með stoðsendingu frá Emil Alengard sem einnig var með stoðsendingu á fyrra markinu okkar.

Finna má tölfræðiyfirlit leikjanna ásamt upplýsingum um úrslit annara leikja á

http://www.iihf.com/hockey/tournam/tournaments.htm#

en U18 liðið er í W18 IIB