Upplýsingar um æfingabúðir!

Upplýsingar um æfingabúðir undir "lesa meira"
Æfingabúðir í Skautahöllinni á Akureyri 24. júlí - 17. ágúst 2007

Verð á mann: 35.000 kr.

Þjálfarar: Joy Sutcliffe, Karen Fletcher, Tristan Cousins, Sanna Maija Wiksten, Helga Margrét Clarke

10 gestaskautarar frá Nottingham munu vera með í 9 daga (28. júlí til 5. ágúst)

Gíróseðill fyrir staðfestingargjaldi verður sendur heim á næstu dögum. Skal greiða hann fyrir 1. júlí nk. og er hann að upphæð 15.000 kr. Gíróseðill fyrir afgangi þáttökugjalds kemur svo fljótlega þar á eftir og skal hann greiðast ekki seinna en 15. júlí. Ef fólk einhverra hluta vegna verður ekki heima á þessum tíma er hægt að hafa samband við Kristínu Þöll í síma
693 5120.


Systkinaafsláttur er 5.000 kr. á barn.

Æfingabúðirnar munu hefjast um 9 leytið á morgnana og standa til kl. 15. Boðið verður upp á tvo 45 mínútna ístíma á dag, 1 af-ístíma/skokk eða þrek og 1 fræðslu/vídeótíma.

Börnin verða að koma með nesti með sér, bæði til að hafa í hádegi og í kaffitíma nema þegar gestaskautarar verða en þá verður boðið upp á hádegismat þeim að kostnaðarlausu.

Hópaskiptingar og tímatöflur verða birtar bráðlega og einnig ítarlegri upplýsingar. Ef eitthvað er óljóst að svo stöddu hafið samband við Helgu Margréti (helgamargretclarke@gmail.com).