Karfan er tóm.
Vegna óveðurs og ófærðar hefur Frostmóti listhlaupadeildar SA verið frestað og tilfærslur verða á æfingum U-18 hokkílandsliðsins. Æfingar verða skv. æfingatöflu deildanna á laugardagsmorguninn, en smávægilegar breytingar á sunnudag.
Æfingar á laugardagsmorgni verða samkvæmt tímatöflum deildanna. Opið verður fyrir almenning á hefðbundnum tíma kl. 13-17 á laugardag og síðan vonandi æfingar hjá U18 í framhaldi af því. Stefnan er að U-18 æfi á laugardag kl. 17.15-18.45 og aftur kl. 21.15-22.30.
Á sunnudag seinkar æfingum listhlaupadeildar um hálftíma, hefjast kl. 8.45, þar sem reiknað er með æfingatíma fyrir U-18 hokkílandsliðið kl. 7.00-8.30. Listhlaupadeildin hefur því tíma til kl. 11.25 í stað 10.55.
Heflað verður kl. 11.25 og síðan hefst æfing hjá 5. og 6. flokkí í hokkí kl. 11.35. Æfingatími hjá 5. og 6. flokki verður að hluta sameiginlegur með byrjendaflokknum, sem hefur sinn hefðbundna æfingatíma.
Á sunnudag er síðan hefðbundin almenningstími kl. 13-16.