Karfan er tóm.
Um liðna helgi fór fram innanfélagsmót í 3., 4. og 5. flokki í íshokkí í Skautahöllinni á
Akureyri.
Heimasíðan hafði samband við Söruh Smiley til að leita frétta af innanfélagsmótinu um helgina.
Þetta er fyrsta innanfélagsmótið af fjórum eftir áramótin. Liðin hafa verið stokkuð upp frá því í haust og inn
í hópin hafa bæst leikmenn úr 3. flokki.
Úrslit leikja í 3-4-5A-deildinni:
Appelsínugula 2 - Svarta 1
Appelsínugula 0 - Græna 5
Svarta 2 - Græna 2
Atkvæðamestir að þessu sinni voru Gunnar Aðalgeir Arason úr græna liðinu með 2 mörk og eina stoðsendingu og Heiðar Gauti Jóhannsson
úr svarta liðinu sömuleiðis.
Úrslit leikja í 5B-6-7-deildinni:
Appelsínugula 3 - Svarta 3
Græna 4 - Appelsínugula 4
Svarta 1 - Græna 2
Úrslit leikja í 6B-7-deildinni:
Hvíta liðið, eingöngu skipað stelpum, vann einn leik og Bláa liðið, eingöngu skipað strákum, vann einn leik.
Útlit er fyrir að þetta verði frábær keppni, þrír leikir enduðu með jafntefli um helgina. Næsta innanfélagsmót verður
16. og 17. mars, síðan 13. og 14. apríl og svo 27. og 28. apríl.