Karfan er tóm.
Það var mikil spenna þegar annað mótið í vetrarmótaröðinni fór fram síðastliðna helgi. Leikirnir voru sérlega skemmtilegir og spennandi að þessu sinni og keppendurnir voru sér og öðrum til sóma í lok leikja þar sem þeir sýndu hvor öðru auðmýkt og virðingu hvort sem þeirra lið unnu eða töpuðu. Hér að neðan má sjá úrslitin úr leikjunum:
laugardaginn 30. Janúar 4/5 flokks deild
appelsínugulir 7 vs. rauðir 3
svartir 3 vs. grænir 2
Markaskorarar
Appelsínugulir
Arnar Helgi (1/1)
Jón Egill (1/1)
Óskar Óðinn (1/1)
Hinrik Örn (1/1)
Uni Steinn (1/1)
Kristín Lára (1/0)
Jóhannes (1/0)
Rauðir
Birkir Rafn (1/1)
Katrín Rós (1/0)
Aron Vikar (1/0)
Grænir
Ævar (1/1)
Heiðar Gauti (1/0)
Katrín Rós (0/1)
Svartir
Andri Þór (2/0)
Hilma Bóel (1/0)
Hinrik Örn (0/1)
Sunnudaginn 31. janúar var spiluð umferð í 6/7 flokks deild með 4 liðum. Keppnisliðin voru: Rauðir, Grænir, Appelsínugulir og Svartir (45 leikmenn). Spilað var á einum þriðjungi vallarstærðar með tveimur leikjum samtímis í norður og suðurenda svellsins. Spiluð full umferð með þremur 20 mínútna leikjum. Byrjendaæfingar fyrir yngstu iðkenndur okkar var á sama tíma á miðjum ísnum.
Þriðja og síðasta innanfélagsmót vetrarmótaraðarinnar verður helgina 20. -21. febrúar.
Hokkíkveðja,
Sarah Smiley