Karfan er tóm.
Þriðja Innanfélagsmót Hausmótaraðarinnar fór fram nú um helgina og voru allir leikirnir mjög spennandi. Síðust innanfélagsmót Haustmótaraðarinnar verða haldið 5. og 6. desember en þá verða einnig haldin litlujól.
Á laugardaginn fór fram 4/5 flokks deild þar sem báðir leikir enduðu með jafntefli:
Stigahæstu leikmenn laugardagsins:
Agnar Dan (Grænir) 2/0
Sæþór Bjarki (Grænir) 2/0
Ormur (Svartir) 2/0
Staðan eftir þrjár umferðir:
Svartir og Grænir hafa jafn mörg stig í 2-3 sæti en Svartir hafa betra markahlutfall.
Laugardaginn 5. Desember fara fram úrslitaleikirnir í Haustmótaröðinni. Eftir áramót hefst svo Vetrarmótaröðin en þá verða leikmenn valdir í ný lið.
Úrslitaleikir 5. Desember
Bronsleikur: Appelsínugulir (4. Sæti) vs. Grænir (3. Sæti)
Gullleikur: Svartir (2. Sætir) vs. Rauðir (1. Sæti)
Innanfélagsmótið á sunndag í 6/7 flokki var einnig spennandi og nokkrir ungir leikmenn kepptu sína fyrstu alvöru hokkíleiki. Það eru orðnir það margir keppendur í þessari deild að við munum færa deildina í 4 liða mót eftir áramót. Síðasta mótið í Haustmótaröðinni verður því ennþá með þremur liðum.
Litlujólin verða svo haldin í beinu framhaldi af innanfélagsmótunum 5. og 6. desember frekari upplýsingar koma síðar.
Hokkíkveðja,
Sarah Smiley :)