Karfan er tóm.
Valkyrjur unnu sannfærandi sigur á Skautafélagi Reykjavík ur í Laugadalnum í gærkvöldi, lokatölur 7 - 1. Fyrsta lotan fór 3 - 1 og mörk Valkyrja skoruðu Díana Björgvinsdóttir með 2 og Hrund Thorlacius með 1 en mark SR skoraði Karítas sem spilaði sem útispilara lánsleikmaður frá Birninum. Karitas er aðalmarkvörður Bjarnarins og greinilega liðtækur markaskorari.
2. lota fór 2 - 0 og mörkin skoruðu Arndís og Sarah Smiley og í 3. lotu komu svo síðustu tvö mörkin og þar var Arndís aftur á ferðinni og Hrund.
Leikurinn var einnig merkilegur fyrir þær sakir að báðir markmenn Valkyrja forfölluðust og því fór varnarmaðurinn Védís í markið. Þess má geta að hún hefur aldrei farið áður í mark en stóð sig með stakri prýði. Valkyjur juku með þessu enn forskotið á toppi deildarinnar og hafa nú tryggt sér deildarmeistara titilinn en úrslitakeppnin er enn óskrifað blað og þá skiptir staðan í deildinni engu máli.