30.08.2009
Nú um helgina sóttu 10 þjálfarar frá LSA þjálfaranámskeið hjá Skautasambandi Íslands. Þetta námskeið var haldið í Reykjavík þar sem fjallað var um prógrammagerð, með tilliti til dómgæslu og nýja dómarakerfið. Maria McLean sá um kennslu og voru bæði ístímar og fyrirlestrar. T.a.m. var farið í gegnum ýmsar grunnæfingar á ís með notkun tónlistar, skipt í hópa og búnar til sporasamsetningar og að lokum fengu þjálfarar það verkefni að hanna lítið prógram. Námskeiðið var að sögn þjálfaranna mjög fróðlegt, skemmtilegt og vel skipulagt. Þjálfararnir okkar koma heim í kvöld og á morgun og hlakka til að nýta sér það sem þeir lærðu um helgina í starfi vetrarins.