Karfan er tóm.
Árshátíð Skautafélags Akueryrar fór fram laugardagskvöldið 1. júní. Ríflega hundrað manns úr öllum deildum félagsins skemmtu sér þar saman.
Hátíðin hófst með stuttu ávarpi Sigurðar Sigurðssonar, formanns félagsins, en að því búnu tóku gestir til matar síns en hann var framreiddur af Helga Gunnlaugs og aðstoðarfólki hans. Að því loknu tóku við verðlaunaafhendingar og skemmtiatriði.
Afhentar voru viðurkenningar á vegum Listhlaupadeildar og íshokkídeildar fyrir árangur í vetur. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:
Listhlaupadeild
Mestu framfarir: Martha Jóhannsdóttir
Besti árangur: Emilía Rós Ómarsdóttir
Akureyrarmeistari: Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Íshokkídeild
4. flokkur
Mestu framfarir: Sveinn Verneri Sveinsson
Mesta fyrirmyndin: Ragnhildur Helga Kjartansdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn: Sigurður Freyr Þorsteinsson
3. flokkur
Mestu framfarir: Matthías Már Stefánsson
Mesta fyrirmyndin: Róbert Guðnason
Mikilvægasti leikmaðurinn: Róbert Andri Steingrímsson
Mfl. kvenna
Mestu framfarir: Elísabet Kristjánsdóttir
Mesta fyrirmyndin: Elise Marie Väljaots
Mikilvægasti leikmaðurinn: Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Mfl. karla
Efnilegasti leikmaðurinn: Hafþór Andri Sigrúnarson
Mestu framfarir: Einar Ólafur Eyland
Mesta fyrirmyndin: Gestur Reynisson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Lars Foder