Karfan er tóm.
Sigruðu Ís-lendinga 8-2 í úrslitaleiknum.
Ís-lendingar byrjuðu á að skora eitt stig í fyrstu umferðinni en misnotuðu gullið tækifæri til að skora tvö. Í lok annarrar umferðar náðu Víkingar tökum á leiknum, skoruðu þá þrjú stig og héldu svo áfram að bæta við, komust í 7-1, Ís-lendingar minnkuðu muninn í 7-2 og hleyptu síðan smá spennu í lokaumferðina þegar þeir þurftu að skora fimm stig en Víkingar gerðu þær vonir að engu og komu í veg fyrir að Ís-lendingar jöfnuðu.
Víkingar hafa þar með unnið bæði mótin sem lokið er hjá Krulludeildinni á þessu keppnistímabili, eru nú bæði Akureyrarmestarar og bikarmeistarar í krullu. Krulluvefurinn óskar Víkingum til hamingju með árangurinn.
Mynd af bikarmeisturunum kemur hér inn síðar því ákveðið var að afhenda verðlaun fyrir Bikarmótið samtímis verðlaunaafhendingu Gimli Cup eftir úrslitaleiki þess mánudagskvöldið 19. desember.
Úrslit allra leikja í Bikarmótinu má sjá í excel-skjali hér.