Víkingar með sigur eftir framlengingu

Úr leik Víkinga og SR 15. sept. Mynd: EFP
Úr leik Víkinga og SR 15. sept. Mynd: EFP


Víkingar heimsóttu SR í Laugardalinn í gærkvöldi. Jafnt að loknum venjulegum leiktíma, Jóhann Leifsson tryggði sigur í framlenginu.

Bæði lið söknuðu reyndar sterkra leikmanna vegna meiðsla - en maður kemur í manns stað. Lars Foder kom Víkingum yfir í fyrsta leikhluta með stoðsendingu frá Stefáni Hrafnssyni. SR-ingar jöfnuðu snemma í öðrum leikhluta og þar var Steinar Veigarsson að verki. Andri Mikaelsson kom Víkingum aftur yfir í upphafi þriðja leikhluta, en Daníel Magnússon jafnaði þegar tæplega fimm mínútur voru eftir. Þar við sat í venjulegum leiktíma, en á fyrstu mínútu framlengingar skoraði Jóhann Leifsson og tryggði Víkingum 2-3 sigur í Laugardalnum.

Hér má smá: Leikmannalistaatvikalýsingu og stöðuna í deildinni (á vef ÍHÍ).

Víkingar - mörk/stoðsendingar
Lars Foder 1/2
Andri Mikaelsson 1/0
Jóhann Leifsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1
Refsingar: 12 mínútur

SR - mörk/stoðsendingar
Steinar Veigarsson 1/0
Daníel Magnússon 1/0
Egill Þormóðsson 1/1
Refsingar: 12 mínútur 

Næsti leikur Víkinga verður þriðjudaginn 16. október þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn norður.