Karfan er tóm.
Vormótið sem kláraðist nú í vikunni var það stærsta sem hokkídeildin hefur haldið og gekk frábærlega í alla staði. Alls tóku 182 keppendur þátt í 5 deildum og 17 liðum.
Í deild IV þar sem leikmenn úr 7. flokki og kríla flokki kepptu voru 27 krakkar og 3 lið; Ljónin, mörgæsarnar, og krókódílarnir. Flestir voru að keppa á sínu fyrsta vormóti og sumir að keppa sína fyrsta leiki. Það var mikið gleði og fjör. Þessir krakkar spiluðu 3 á 3 á þriðjungi vallarins.
Í deild III voru 29 keppendur úr 6 flokki og voru 3 lið, ísbirnir, hákarlarnir, og riddararnir. Mótið var spilað 5 á 5 á 2/3 stærðar velli og var mjög þétt og skemmtilegt keppni. Riddararnir unnu mótið með 19 stig, ísbirnir í öðru sæti með 16 stig og hákarlarnir með 13 stig.
Í deild II voru 45 keppendir úr 4. og 5. flokk í 4 liðum; rauða refirnir, tígrarnir, svörtu pardusarnir, og grænu drekarnir. Mótið var spilað 5 á 5 á heillum velli. Mótið var spennandi og í lok deildarkeppninnar voru Tígrarnir með 9 stig, grænu drekarnir með 6 stig, svörtu pardusarnir með 5 stig og rauða refinir með 4 stig. Eftir undanúrslit og úrslitaleiki höfnuðu Tígrarnir í fyrsta sæti, grænu drekarnir í öðru sæti, svörtu pardusarnir í þriðja og rauða refirnir í fjórða. Hér eru einstaklings verðlaunin sem voru veitt í lok móts:
Mesta fyrirmynd móstins: Lara Mist
Sitighæsti leikmaður mótsins: Stefán Darri
Besta markmaður mótsins: Tómas Atli
Besti varnamaður mótsins: Amanda Ýr
Mikilvægasti leikmaður svörtu pardusana: Inga Rakel
Mikilvægasti leikmaður rauðu refanna: Hreiðar Logi
Mikilvægasti leikmaður græni drekanna: Einar Örn
Mikilvægasti leikmaður tígranna: Þorir Freyr
Í deild I voru 45 keppendir úr 2., 3. og kvenna flokki og það vori 4 lið, víkingar, jötnar, drekarnir og hákarlarnir. Deild I hefur aldrei verið jafn hröð og skemmtileg á að horfa. Í lok móts endaðuðu Víkingar í fyrsta sæti, Hákarlarnir í öðru sæti, Drekarnir í þriðja og Jötnar í fjórða. Hér eru einstaklings verðlaunin:
Mesta fyrirmynd mótsins: Jakob Ernfelt
Sitighæsti leikmaður mótsins: Gunnar Aðalgeir og Róbert Máni (jafnir með 19 stig)
Besta markmaður mótsins: Helgi Þór
Besti varnamaður mótsins: Bergþór Bjarmi
Mikilvægasti leikmaður drekanna: Birkir Rafn
Mikilvægasti leikmaður jötnar: Egill
Mikilvægasti leikmaður hákarlar: Baltasar Ari
Mikilvægasti leikmaður víkinga: Einar Grant
Í Royal Deild var blanda af leikmönnum úr frá Valkyrjum, Vönum og Old Boys. Það voru 36 keppendur og 3 lið, Bláir, Ráuðir og Hvítir. Liðin enduðu jöfn að stigum (2 sigrar, 2 töp) fyrir síðustu umferðina Rauðir unnu síðan mótið með 8 stig, bláir í öðru sæti með 6 stig og hvíta í þriðja með 4 stig.
Mikilvægasti leikmaður rauða: Aivis
Mikilvægasti leikmaður bláa: Bjartur
Mikilvægasti leikmaður hvíta: Ólafur Anton
Ég vil þakka öllum fyrir mjög skemmtileg mót og þakka öllum sem gáfu sér tíma til að hjálpa við dómgæslu, vera á klukkunni, þjálfa og þvo treyjur! Svona stórt mót getur ekki gengið án hjálpar og við í SA erum svo sannarlega rík af því að eiga svona mikið af öflugu félagsfólki sem er alltaf reiðubúið að hjálpa til við mótahaldið.
Sara Smiley
Bestu leikmenn í I deild
Bestu leikmenn í II deild
Hópmynd III deild
Hópmynd II deild
Hópmynd I deild
Kríladeild
Bestu leikmenn Royal deildarinnar