Vormót hokkídeildar hefst strax eftir páska - skráningu lýkur á föstudaginn langa

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Síðustu hefðbundu æfingar yngri flokka í íshokkí verða laugardaginn 19. apríl. Vormótið hefst núna tíu dögum fyrr en í fyrra þar sem ísinn verður aðeins í boði til 20. maí og bæði alþjóðlegt krullumót og hokkímót á dagskránni.

Vormót íshokkídeildarinnar hefst því þriðjudaginn 22. apríl. Spilað verður á þriðjudögum og fimmtudögum og helgina 10-11. maí, en úrslitaleikirnir fara fram 13. og 15. maí. Það er enn hægt að skrá sig í vormótið en skráningarfrestur er til og með 18. apríl.

Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við Jón Benedikt Gíslason, en einnig er tekið við skráningum í netfangi foreldrafélagsins.