Karfan er tóm.
Eftirfarandi bréf var sent út til félagsmanna ásamt gíróseðli vegna árgjalda SA 2007.
Ágæti félagsmaður!
Á síðasta aðalfundi Skautafélags Akureyrar var ákveðið að taka upp að nýju innheimtu félagsgjalda. Jafnframt var ákveðið að tekjur þær sem af innheimtunni fengjust færu í að efla og virkja innra starf félagsins og gera ómetanlegri sögu félagsins hærra undir höfði í starfsemi okkar, þ.e. sýnilegri og aðgengilegri fyrir félagsmenn og aðra gesti Skautahallarinnar.
Þitt nafn er skráð í okkar bækur yfir félagsmenn og langar okkur bjóða þér að nýta þá frábæru aðstöðu sem við höfum yfir að ráða í Skautahöllinni.
Meðfylgjandi gíróseðli fylgja engar skuldbindingar, en með greiðslu á honum staðfestir þú aðild / þátttöku þína í Skautafélagi Akureyrar og færð frían aðgang í tvö skipti á skauta á almenningstíma næsta vetur. Einnig fylgir greiðslunni atkvæðisréttur á aðalfund félagsins sem haldinn verður 17. maí nk.
Með félagskveðju,
Stjórn Skautafélags Akureyrar.