20.04.2008
Hér er að finna bréf um búninga fyrir 1. og 2. hóp!Búningaupplýsingar fyrir 1. og 2. hóp!
Eins og kom fram í bréfi sem iðkendur fengu með sér heim sl. miðvikudag höfum við hafið æfingar á vorsýningunni okkar Vorgleði. Sýningin verður haldin 27. apríl kl. 17. Hér fyrir neðan eru upplýsingar varðandi búninga fyrir hvern hóp.
1. hópur: grænar pöddur. Græn föt, væri gaman ef þau gætu verið máluð græn í framan.
2. hópur gulur: diskó/80´s þema. Litrík eða glansandi föt.
2. hópur rauður: Simbi og Nala. Ljónabúningar eða brún föt.
2. hópur grænn: Kisur. Svört, grá eða hvít föt, helst með rófu/skott (við eigum nokkur skott fyrir þá sem ekki koma með).
2. hópur blár (strákahópur): James Bond. Svört jakkaföt eða svartar buxur og hvít skyrta með bindi eða slaufu og sólgleraugu.