4 vikna Skautanámskeið fyrir alla aldurshópa hefst á miðvikudag

Við bjóðum uppá 4 vikna skautanámskeið sem hentar öllum sem vilja læra á skauta sér til heilsubótar eða auka þá færni sem er nú þegar til staðar. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er kennt á allar gerðir skauta - listskauta - hokkískauta og skautahlaups. Námskeiðið er kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20:20-21:05 en fyrsti tíminn er 19. Mars og verð er 10.000 kr. fyrir námskeiðið.

Skráning fer fram á sportabler undir Listskautadeild SA eða með því að leita eftir skautanámskeið í Abler shop.

Frekari upplýsingar:

Listskautar / hokkí: thjalfari@listhlaup.is

Skautahlaup: info@Erwinwanderverve.nl