Karfan er tóm.
Frá opnun Skautahallarinnar höfum við boðum skautafólki upp á hjálma án endurgjalds en það var Sjóvá sem upphaflega styrkti
okkur um bláa Jofa hjálma sem síðan hafa verið mikið notaðir síðasta áratuginn. Nú var hins vegar kominn tími á
að endurnýja a.m.k. hluta hjálmanna og aftur leituðum við til Sjóvá sem tók vel í hugmyndina og keypti 100 nýja hjálma. 50
hjálmar komu nú fyrir páskana og aðrir 50 koma á næsta vetri.
Að þessu sinni voru keyptir öflugri hjálmar en síðast, að tegundinni Bauer en það var Birgir Örn Sveinsson í Litlu
hokkíbúðinni sem hafði milligöngu um kaupin. Þetta eru góðir og öryggir hjálmar í öllum stærðum fyrir jafnt
unga sem aldna.Til þess að auka enn frekar öryggi gesta Skautahallarinnar réðumst við einnig í það að láta smíða fyrir okkur
skautagrindur eða stuðningsgrindur fyrir byrjendur. Vorum við búin að leita til nokkurra aðila hér í bæ um smíði svona grinda en
einhverra hluta vegna vafðist þetta fyrir mönnum. Við vorum greinilega að leita of langt yfir skammt því það var svo Steini í
Bæjarverk sem tók að sér verkefnið og var ekki lengi að afgreiða málið.
Þrátt fyrir nýju grindurnar höldum við áfram að vera með einhverja stólana, sem hingað til hafa gegnt hér margvíslegu hlutverki
á ísnum.