Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna á þriðjudagskvöld

Fjórði leikur úrslitakeppninnar í Toppdeild kvenna fer fram í Skautahöllinni á morgun þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30. Fjölnir leiðir einvígið 2-1 en allir leikirnir hafa unnist á heimavöllum liðanna en SA freistar þess að knýja fram oddaleik sem fer þá fram í Egilshöll á fimmtudag. Við hvetjum allt SA fólk til að mæta í stúkuna og styðja vel við bakið á okkar liði.
Miðaverð 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr 15 ára og yngri.
Forsala miða á Stubb.
 
ATH. Ársmiðar aðrir en Gullmiðar og Silfurmiðar gilda ekki á þennan viðburð en ársmiðasalurinn áfram opin fyrir ársmiðahafa.