Karfan er tóm.
Um síðustu helgi tók Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, skautari frá SA sem æfir undir leiðsögn Stéphane Lambiel í Champéry, Sviss, þátt í Dreitannen Cup mótinu. Þetta er fyrsta keppni Ísoldar í Junior Ladies og einnig fyrsta mótið hennar eftir erfið meiðsli.
Ísold Fönn gerði sér lítið fyrir og framkvæmdi fyrsta þrefalda Flip (3F) sem íslenskur skautari hefur fullgert í keppni og ekki nóg með það þá var það í samsetningu með tvöföldu Toeloop (2T).
Við óskum Ísold innilega til hamingju með árangurinn.
Allar fréttir af iceskate.is má lésa hér og fréttir af ruv.is má lésa hér.