Karfan er tóm.
Nú er komið jólafrí í deildarkeppnunum erlendis en þar eigum við fjölmarga leikmenn sem allir hafa staðið sig frábærlega á fyrri hluta móts. Silvía Rán Björgvinsdóttir sem spilar með Södertälje í sænsku 1. deildinni er bæði stigahæsti og markahæsti leikmaður 1. deildarinnar sem stendur. Silvía hefur raðað inn mörkunum í vetur og er komin með 21 mark í 18 leikjum og 8 stoðsendingar ofan á það og 29 stig í heildina. Liðið hennar Södertälje er í öðru sæti austur-deildarinnar og hefur unnið 15 leiki en aðeins tapað 3 á tímabilinu. Sunna Björgvinsdóttir sem einnig spilar með Södertälje lenti í meiðslum síðari hluta tímabilsins en hefur einnig verið dugleg í markaskorun en hún er með 16 stig í 14 leikjum og með 6 stig í síðustu tveimur leikjum eftir að hún snéri aftur úr meiðslunum.
Saga Margrét Blöndal og Herborg Geirsdóttir í Trjoja/Ljungby eru í 3. sæti suður-deildarinnar og hafa báðar verið öflugar fyrir sitt lið í vetur. Diljá Björgvinsdóttir sem leikur með Trollhättans í sömu deild hefur vaxið eftir því sem liðið hefur á tímabilið sem og liðið sem er komið upp í 4. sæti deildarinnar eftir heldur rólega byrjun. Ragnhildur Kjartansdóttir og liðið hennar Färjestad er í efsta sæti vestur-deildarinnar og hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu en allt lítur út fyrir að Ragnhildur snúi aftur heim nú um jólin og spili með SA eftir áramótin.
Unnar Rúnarsson sem leikur með Sollentuna U18 í 1. Deildinni sænsku hefur raðað inn mörkunum í allan vetur og er komin með 14 stig í 14 leikjum í vetur og þar af 10 mörk. Sollentuna vann riðilinn sinn og er nú komið í AllEttan þar sem liðið berst um sæti í úrvalsdeildinni fyrir komandi tímabil og er sem stendur í 3. sæti umspils deildarinnar. Alex Orongan og Falu U20 í elite deildinni í Svíþjóð eru í 5. sæti austur-deildarinnar en Axel hefur skorað 5 stig í 8 leikjum á tímabilinu.
Fulltrúar okkar í Svíþjóð er því greinilega að gera frábæra hluti á erlendri grundu en einnig eigum við einn fulltrúa í Kanada þar sem Gunnar Arason spilar með A21 Academy en hann er stigahæsti varnarmaður liðsins með 26 stig í 31 leik.