Marjo mótið

Marjo-mótið 2025 er hafið. Stefnt er að því að hafa leikdaga fimm og koma þeir inn milli annarra móta og verða auglýstir sérstaklega þegar þar að kemur. Mótið er einstaklingsmót og fer þannig fram að dregið er í lið fyrir hvern leikdag og því……. Þannig safna einstaklingar stigum miðað við árangur og 4 stigahæstu að móti loknu, teljast Marjo – meistarar. Aðeins verða talin stig úr 3 stigahæstu dögunum þannig að þó menn missi úr 1-2 leikdaga eiga þeir enn möguleika á að vinna. Stigagjöfin er þannig að fyrir að vera í sigurliði fá menn 2 stig (1 fyrir jafntefli), síðan fá menn 1 stig fyrir hvern unnin enda og loks 1 stig fyrir hvern skoraðan stein. Ef þessi stigagjöf dugar ekki til að skera úr um sigurvegara verður tekið tillit til hver hefur fengið færri steina á sig og loks hver hefur mætt oftast.

Staðan eftir 1. Umferð er eftirfarandi.

  • Árni Grétar 8 stig
  • Gísli 8 stig
  • Sævar 8 stig
  • Davíð 7 stig
  • Guðrún Erla 7 stig
  • Hallgrímur 7 stig
  • Katla María 7 stig
  • Jónas 5 stig
  • Kristine 5 stig
  • Kristján 5 stig
  • Ólafur 5 stig
  • Jón Ævar 3 stig
  • Rögnvaldur 3 stig
  • Sigurgeir 3 stig

 

Önnur umferð verður leikin næsta mánudag, 28. Okt.