Karfan er tóm.
Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.
SA Víkingar 🆚Fjölnir Kl 16:45
SA Kvenna🆚 Fjölnir Kl. 19:30
🍔 Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og í leikhléi.
🥪 Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin.
🎟 Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/bp62ry
🎟 Forsala Miða karla: https://stubb.is/events/yAe0Py