Karfan er tóm.
SA Víkingar unnu sigur á SR í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gærkvöld í frábærum hokkíleik. Leikurinn var frábær skemmtun frá fyrstu mínútu en mikill hraði og barátta var í leiknum. SR náði tveggja marka forystu í leiknum en Heiðar Jóhannsson jafnaði leikinn og staðan 1-2 eftir fyrstu lotu. Ævar Arngrímsson jafnaði leikinn fyrir Víkinga í upphafi annarrar lotu með frábæru marki eftir góðan undirbúning Róberts Hafberg. Um miðja lotuna fengu Víkingar tveggja manna yfirtölu og svo skömmu síðar fengu SR-ingar tvo dóma samtímis svo Víkingar spiluðu 5 á 3 í rúmar 3 mínútur og þetta nýttu Víkingar sér og skoruðu 2 mörk í yfirtölunni. SR minnkaði muninn í 4-3 en Unnar Rúnarsson skoraði tvö mörk áður en lotan var úti og Víkingar fóru með 6-3 forystu inn í þriðju lotuna. SR minnkaði muninn í tvö mörk snemma í þriðju lotunni og svo eitt mark þegar aðeins hálf mínúta var eftir en Víkingar héldu SR frá markinu og unnu mikilvægan sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar.
SA Víkingar voru með 46 skot í leiknum á móti 29 skotum SR.
Annar leikur úrslitakeppninnar fer fram í Laugardal á fimmtudag kl. 19:00 og verður sýndur beint á ÍHÍ tv á youtube. SA Víkingar snúa svo aftur á heimavöllinn í Skautahöllina á laugardag í 3. Leik en sá hefst kl. 16:45.
Mörk/stoðsendingar SA í leiknum:
Hafþór Sigrúnarson 2/1
Unnar Rúnarsson 2/0
Heiðar Jóhannsson 1/0
Ævar Arngrímsson 1/0
Andir Már Mikaelsson 0/2
Baltasar Hjálmarsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1
Gunnar Arason 0/1
Heiðar Krisveigarson 0/1
Derric Gulay 0/1