Karfan er tóm.
Nú er síðari keppnisdegi á Bikarmóti lokið. Marta María Jóhannesdóttir kom sá og sigraði á þessu fyrsta móti sínu í junior flokki. Marta náði fyrsta sætinu örugglega með heildarstig uppá 94,75. Hún skautaði free prógrammið sitt dæmalaust vel í dag og fékk fyrir það 60,80 stig. Í Advance Novice dró Ásdís Arna sig út úr keppni síðari daginn vegna meiðsla en þær Aldís Kara og Rebekka Rós skautuðu afar vel í dag. Aldís Kara landaði öðru sæti með góðu free prógrammi og fékk fyrir það 46,19 , samtals 71,76. Rebekka hafnaði í þriðja sæti í dag, fékk 43,86, heildarstig 70,73. Í flokki basic Novice B hætti Eva Björg keppni en Hugrún Anna skautaði vel, fékk 17,14 stig og hafnaði í 13 sæti. Vegna meiðsla drógu þær Briet Berndsen og Emilía Rós sig úr keppni fyrir mót.
Frábær Árangur hjá okkar stúlkum við óskum þeim og þjálfara þeirra innilega til hamingju. Hér eru nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni í dag.