Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA fyrir börn fædd 2018-2014 verður haldið í júní. Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skránin á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki

Vika 1: 10. - 14. júní, kr.9.500 (8:15-12:15)

Vika 2: 18. - 21. júní, kr.7.600 (8:15-12:15)