Karfan er tóm.
Íslandsmeistarmót í skautaati - short track var haldið á Vormóti Skautasambands Íslands hér á Akureyri helgina 1.-2. mars s.l. Skautaat er sú grein skautahlaups sem haldin er á stuttri brautu eða á sama ís og listskautar og hokkí. Greinin hefur verið stunduð í Skautafélagi Akureyrar í rúm 2 ár. Keppt var í tveimur vegalengdum og veittu samanlögð úrslit beggja vegalengda heildarúrslit mótsins.Á mótið mætti fríður hópur frá SA og nældu allir í verðlaun.Í barnaflokki stelpna fékk Ylva Ísadóra van der Werve gull. Í ungmennaflokki stúlkna og pilta komu báðir gullverðlaunahafar frá SA þau Anna Sigrún Jóhannesdóttir og Logi C. F. van der Werve og urðu þar með Íslandsmeistarar Ungmenna 2025. Í fullorðinsflokki karla átti SA 2 keppendur og lentu báðir á palli. Erwin van der Werve sigraði báðar vegalengdir með glæsibrag og er því Íslandsmeistari karla og Þorsteinn Hjaltason tryggði sér brons.