Karfan er tóm.
U-20 ára lið Íslands sem keppir í 3. deild varð að gera sér fimmta sætið að góðu eftir að hafa tapað naumlega gegn Nýja-Sjálandi í leiknum um bronsið í gærkvöld. Mexíkó vann riðilinn á heimavelli og fara upp um deild en Búlgaría náði öðru sætinu og Nýja-Sjáland því þriðja.
Íslenska liðið var eina liðið sem vann Mexíkó í mótinu og það gerðu þeir sannfærandi. Þá vann liðið Ísrael sem endaði í fjóðra sæti og botnliðið Suður-Afríku en töpuðu naumlega gegn Nýja-Sjálandi. Leikirnir gegn Tyrklandi og Búlgaríu felldu okkur en þeir enduðu báðir með tapi þrátt fyrir að Ísland hafi verið sterkari aðilinn í báðum þessum leikjum. Fimmta sætið verður að teljast nokkur vonbrigði en vonir manna stóðu jafnvel til um að liðið gæti verið í toppbaráttunni í riðlinum og farið upp um deild en liðið hefur þvælst nokkuð á milli 2. og 3. deildar síðastliðin ár. Það verður þó að segjast eins og er að hin liðin voru mun sterkari en búist var við þeim fyrirfram og greinilegt að mikill uppgangur er komin í barna og unglingastarf margra þeirra þjóða sem við höfum staðið framar en síðastliðin ár. Íslenska liðið sýndi það þó gegn Mexíkó að liðið getur vel spilað á hærra plani en hin liðin í riðlinum en náðu því miður ekki að kreista það fram nægilega oft og lengi.
Strákarnir ferðast heim í dag og við óskum þeim góðrar heimferðar.