U18 stelpurnar okkar komnar heim af 4Nation

Leikmenn SA í U18 stúlknalandsliði Íslands á 4Nation mótinu í Jaca á Spáni 2023
Leikmenn SA í U18 stúlknalandsliði Íslands á 4Nation mótinu í Jaca á Spáni 2023

U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation. 

Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar. 

Skautafélag Akureyrar átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins voru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem voru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni.

SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins. Lið Spánar og Póllands eru tveimur deildum ofar en Ísland og Bretar deild ofar. Það er mikil reynsla sem liðið fær í farteskið við að spila við mótherja sem þessa þó liðið hafi tapað viðureignum sínum en engu að síður er þetta góður undirbúningur og mikilvæg æfing fyrir liðið. Það er stutt í næsta verkefni, í lok desember eru æfingabúðir og svo strax í byrjun janúar heldur liðið til Sofiu í Búlgaríu og tekur þátt á HM í annarri deild B. Þó landsliðs verkefnum sé lokið í bili er nóg framundan því leikmenn okkar í liðinu spila allar með meistaraflokki kvenna sem tekur á móti liði Fjölnis á morgun laugardaginn 18. nóv kl 16:45 og því um að gera að mæta í höllina, sjá gott hokkí og hvetja stelpurnar áfram. Við látum nokkrar myndir fylgja með fréttinni sem segja oftar en ekki betur frá en mörg orð.  

U18 landslið Íslands þjálfarar og starfsfólk á 4Nation í Jaca á Spáni

Efri röð: Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir,  Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Elísa Dís Sigfinnsdóttir, Eyrún Arna Garðarsdóttir, Bríet María Friðjónsdóttir, Heiðrún Helga Rúnarsdóttir, Dagný Mist Teitsdóttir, Magdalena Sulova, Eva Hlynsdóttir og Friðrika Ragna Magnúsdóttir. Neðri röð:  Andrea Diljá J. Bachmann, Kristina Ngoc Linh Davíðsdóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Sveindís Marý Sveinsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir,  Kolbrún Björnsdóttir, María Sól Kristjánsdóttir, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir og Díana Óskarsdóttir. Starfsmenn og þjálfarar, vinstra megin eru Alexandra Hafsteinsdóttir aðstoðarþjálfari, Erla Guðrún Jóhannesdóttir tækjastjóri og Silvía Rán Björgvinsdóttir aðstoðarþjálfari. Hægra megin eru Hildur Bára Leifsdóttir liðsstjóri, Hafdís Guðrún Benidiktsdóttir heilbrigðisfulltrúi og Kim McCullough aðalþjálfari.

Hér má sjá liðsmenn landsliðsins úr SA, efri röð frá vinstri: Eyrún Arna Garðarsdóttir, Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir þjálfari, Sólrún Assa Arnardóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir og Magdalena Sulova. Neðri röð frá vinstri: Sveindís Marý Sveinsdóttir, Heiðrún Helga Rúnarsdóttir, Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir og Díana Óskarsdóttir markmaður. Díana hóf hokkíferilinn með Skautafélagi Akureyrar fyrir fáeinum árum en hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin ár en er nú væntanleg til baka á heimaslóðir félagsins um miðjan desember.  

                                                                                               

Hér má sjá fyrirliða liðsins en tvær úr fyrirliðateyminu komu úr okkar röðum, þær Amanda Ýr Bjarnadóttir fyrirliði og Sveindís Marý Sveinsdóttir aðstoðafyrirliði einnig var Elísa Dís Sigfinnsdóttir úr Fjölni aðstoðarfyrirliði.

Nýliðinn Sólrún Assa úr SA skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu og var það einnig hennar fyrsta landsliðsmark. Ragnheiður Alís SA var maður leiksins gegn Spánverjum og María Sól úr Fjölni fékk titilinn Magic man.

 

Hér að ofan má sjá leikmenn SA eftir leik Íslands gegn Pólverjum þær Magdalenu Sulovu sem valin var maður leiksins og Heiðrúnu Helgu sem var valin Magic man.

Hér má sjá þær Amöndu Ýr úr SA sem valin var maður maður leiksins eftir lokaleikinn á mótinu gegn Bretum og Andreu Diljá J. Bachmann úr SR sem valin var Magic man.

Við erum stolt af öllum þessum efnilegu leikmönnum seim eiga sannarlega framtíðina fyrir sér.