Karfan er tóm.
U20 drengjalandslið Íslands í íshokkí byrjarði Heimsmeistaramótið í IIb sem fram fer í Belgrad í Serbíu af miklum krafti en liðið vann Ástralíu örugglega 6-0 í sínum fyrsta leik. Mörk Íslands skoruðu þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Birkir Einisson, Alex Máni Sveinsson, Ormur Jónsson, Ýmir Hafliðason og Viggó Hlynsson. Helgi Þór Ívarsson stóð eins og klettur á milli stanganna og varði öll 25 skot Ástralíu í leiknum og Alex Máni Sveinsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum. Ísland mætir Rúmeníu í dag kl. 15:00 og er hægt að horfa á leikinn hér í beinni útsendingu. Dagskrá og tölfræði mótsins má sjá hér.