Úrslit úr áramótamótinu

Dregið var í lið og skiptust 17 manns í 4 lið.  Spilaðir voru stuttir leikir með áherslu á skemmtun en þó var keppnisskapið að sjálfsögðu ekki langt undan fremur en venjulega. Vanir og óvanir léku saman og mörg skemmtileg tilþrif sáust á svellinu.  Þátttakendur gáfu sjálfum sér lausan tauminn og létu hugarflugið ráða í búningavali. Sumir fóru alla leið, sumir hálfa og sumir voru bara í sínum venjulegu keppnisfötum.

Að endingu voru það Crouching Tiger sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Liðin:

Crouhcing Tiger:  Rannveig Jóhannsdóttir, Arnar Haukur Rúnarsson, Hannela Mattíasdóttir,  Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.

The One and Only:  Gísli Kristinsson, Sigurður Gunnarsson, Jón Grétar Rögnvaldsson, og Árni Grétar Árnason.

Gullbrá og birnirnir þrír:  Gunnar Óli Kristjánsson, Rúnar Gunnarsson, Kristján Þorkelsson og Ólafur Númason.

Silvanians:  Svanfríður Sigurðardóttir, Finnur Jóhannesson, Sigfús Sigfússon og Hallgrímur Valsson

Myndir frá mótinu eru komnar í myndaalbúmið

Mótsstjóri þakkar þátttakendum fyrir skemmtilega kvöldstund og sérstaklega Davíð Valssyni fyrir umsjón með veitingum, sem voru veglegar að vanda.