Karfan er tóm.
Fyrsti leikur vetrarins var spilaður í gærkvöld hér í Skautahöllinni og Ásynjur mörðu sigur á þriðju mínútu í framlengingu eftir að hafa jafnað þegar 18 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Ynjur voru frískari aðilinn í fyrstu lotu og henni lauk með tveggja marka forystu þeirra en Ásynjur spýttu í lófana í annari lotu og jöfnuðu með tveimur mörkum í röð á 29. og 30. mín. og þannig lauk annari lotu. Þegar á þriðju mínútu 3 lotu skoruðu svo Ynjur sitt 3. mark og þar við sat þar til eftir lifðu 18. sek. af leiktímanum en þá höfðu Ásynjur tekið markmann sinn af velli og spiluðu með 6 útileikmenn og opið mark en þá tókst Ásynjum að skora eftir uppkast í varnarsvæði Ynja með miklu harðfylgi. Það var svo Sarah Smiley sem innsiglað sigur Ásynja á 3. mín. framlengingar með gullmarki.
Mörk og stoðsendingar;
Ynjur: Anna Sonja 1/1, Diljá Sif 1/0 og Silja Rán 1/0. Refsimínútur:10
Ásynjur: Guðrún Blöndal 2/0, Katrín Ryan 1/0, Sarah Smiley 1/0, Sólveig Smára 0/2, Birna Baldursdóttir 0/1. Refsimínútur: 6