Karfan er tóm.
Stelpurnar unnu níu leiki af ellefu og enduðu í öðru sæti forkeppninnar þar sem fjögur efstu liðin spila síðan um heimsmestaratitilinn. Tvö efstu liðin, Danmörk og Kína spiluðu saman um það hvaða lið kæmist beint í úrslitaleikinn og unnu Kínverjar þann leik 6 - 3 og tryggðu sig þar með í úrslitaleikinn. Svíþjóð og Kanada, liðin sem enduðu í 3. og 4. sæti leika um það hvaða lið spilar síðan við Danmörk um það að komast í úrslitaleikinn. Vinni stelpurnar þann leik spila þær um gullið, en tapi þær spila þær um bronsið. Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og víst er að þær hafa lært mikið af reynslu sinni við komuna til okkar fyrir tveimur árum. Beinar útsendingar um helgina eru á Eurosport og vefnum http://tsn.ca/curling/
Leikur Danmerkur og vinningsliðs úr leik Kanada og Svíþjóðar er kl. 10 á laugardaginn og er sýndur á Eurosport. Áfram Danmörk !