Ice Cup: Sextán lið skráð, sjálfboðaliðar óskast til starfa

Sjálfboðaliðar óskast í undirbúning og framkvæmd Ice Cup, meðal annars í sjoppuna í Skautahöllinni og fleiri störf. Sextán lið hafa verið skráð til leiks og hefur verið lokað fyrir skráningu.

Nú eru sextán lið þegar skráð til leiks á Ice Cup þó svo ekki sé alveg komið á hreint nákvæmlega hvernig öll liðin verða skipuð. Verið er að vinna í því að pússa saman lið sem að meirihluta yrði skipað nýliðum. Undirbúningsnefnd hefur ákveðið, þó svo skráningarfrestur hafi verið auglýstur til 15. apríl, að loka fyrir skráningar þar sem hámarksfjöldi liða er 16. Mögulegt er að taka lið á "biðlista" ef svo ólíklega vildi til að eitthvert þessara sextán liða myndi forfallast. Nánar verður farið yfir þátttökuliðin og þau erlendu kynnt sérstaklega hér á vefnum fljótlega. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um keppnisfyrirkomulag en unnið er að því og það verður einnig auglýst tímanlega. 

Næg vinna framundan við undirbúning

Að ýmsu er að hyggja við undirbúning og framkvæmd Ice Cup og eins og áður er líklegra til árangurs að margar hendur vinni létt verk en að fáar hendur vinni öll verk. Meðal annars vantar fólk í eftirtalin verkefni:

Mjög fljótlega verður auglýst vinnukvöld í Skautahöllinni þar sem hugað verður að búnaði og fleiru. 

Við verðum með sjoppuna eins og venjulega og er þörf fyrir að minnsta kosti tvo á vakt hverju sinni, hæfileg vaktaskipting væri frá 17-23 á fimmtudegi, 8-14 og 14-20 á föstudegi og 8-12 og 12-16 á laugardegi. Tímasetningar eru að sjálfsögðu ekki heilagar en við hvetjum krullufólk, maka og aðrir vandamenn sem gætu tekið vaktir í sjoppunni til að gefa sig fram við Davíð Valsson, veitingastjóra Ice Cup, í síma 892 3466 eða davidvals@simnet.is.

Unnið verður við flæðingu og undirbúning svellsins frá mánudagsmorgni fram á miðvikudag/fimmtudag fyrir mótið og þar þarf nokkra til aðstoðar í hvert skipti sem flætt er, um það bil 1 tíma í senn tvisvar til þrisvar á dag. Áhugasamir gefi sig fram við Hallgrím Valsson í síma 840 0887 eða í hallgrimur@isl.is.