Kæru foreldrar/forráðamenn! 5. 6. og 7. flokks barna

Nú er komið að fyrri ferð yngri krakkanna til Reykjavíkur (Egilshöll) og verður hún helgina 20.-22. janúar.  Lagt verður af stað eftir hádegi föstudaginn 20. jan. og komutími sinnipartinn þann 22.  Þeir sem ætla að leyfa börnunum sínum að fara með verða að láta vita í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar á netföngin solveighulda@plusnet.is eða baejarv@centrum.is 

Einnig er hægt að láta vita eða fá frekari upplýsingar hjá Steina í síma 894-5692 eða Sólveigu í síma 660-4886.  Kostnaður verður svipaður og verið hefur, en mun það skýrast á næstu dögum eftir því hversu margir fara með o.s.frv.

Mikilvægt er að taka það fram að þau börn sem fara með verða að gista með hópnum og vera með honum allan tímann í Reykjavík!  þetta er gert með öryggi barnanna í huga, þannig að farastjórar nái að halda betur utan um hópinn.  Í Reykjavík verður gert e-ð skemmtilegt með börnunum að venju og svo spilar veðrið stóra rullu.  Þau fá að vanda 500 kr. í Staðarskála í bakaleiðinni ásamt hamborgara, en það þarf að nesta þau með hollu nesti á suðurleiðinni.

Nánari upplýsingar birtast á vefnum þegar nær dregur og Bjarnarmenn eru búnir að birta mótskrána.  Fylgist endilega með  !!!

Einnig viljum við benda foreldrum á að allir eru velkomnir með okkur en ekki er víst að hægt sé að gista á sama stað.  Þeir foreldrar sem eru áhugasamir að gerast farastjórar látið endilega í ykkur heyra.

Með kveðju,

Foreldrafélagið