Krulla er auðveld íþrótt!

Krulla
Krulla "krefst" kannski ekki mikils liðleika - en það er betra að vera liðugur. Hér rennir hin danska Charlotte Heedegård (nú Charlotte Hedegård Bjørnbak) steini á Ice Cup 2004 og stíllinn er vissulega flottur. Því miður eru sum okkar aðeins stirðari en h
Það auðveldasta við krulluna er að hún krefst lítils hraða, lítils þors og lítils úthalds. Það erfiðasta er samhæfing sjónar og líkama - og leikskilningur. En hvar stendur krullan í samanburði við aðrar íþróttagreinar? Með þeim auðveldustu...

Hvernig er hægt að segja að krulla sé erfiðari eða auðveldari en einhver önnur íþrótt? Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN gerði tilraun til að meta sextíu íþróttagreinar út frá því hve krefjandi þær væru fyrir iðkandann. Eins og við vitum getur verið erfitt að horfa á til dæmis handbolta eða fótbolta heima í stofu - en það skiptir ekki máli fyrir þann sem iðkar íþróttina. Spurningin er hve krefjandi hver íþróttagrein er fyrir þann sem hana stundar. Niðurstöðurnar er að finna á vef ESPN og reyndar líka í umfjöllun á vef Extra Bladet frá 15. janúar (þökkum Gunna Jóh. Fyrir ábendinguna).

Fengnir voru átta sérfræðingar - prófessorar og fræðimenn, íþróttamenn og íþróttafrétamenn - til að gefa 60 íþróttagreinum einkunn í tíu flokkum út frá því hve krefjandi viðkomandi íþróttagrein er fyrir iðkandann á viðkomandi sviði. Hnefaleikar eru erfiðastir ef marka má niðurstöðu þessara átta sérfræðinga sem fengnir voru til að komast að "hinu sanna" í þessu.

Mismunandi íþróttagreinar eru á toppnum ef hver flokkur er skoðaður fyrir sig. Á listanum hér að neðan eru flokkarnir tilteknir (íslenska og enska), hvaða íþróttagrein var metin erfiðust eða mest krefjandi á tilteknu sviði og hvernig krullan stendur í samanburði. „Sérfræðingarnir“ átta gáfu hverri grein einkunn á bilinu 1-10 í hverjum flokki. Aðeins ein íþróttagrein fékk 10 hjá öllum í tilteknum flokki – fimleikar í flokknum „lipurð“. Krullan rís hæst í mati á samhæfingu annars vegar og leikskilningi hins vegar - þar er krullan í báðu tilvikum fyrir ofan miðjan hóp. En í hinum átta flokkunum er krullan á meðal þeirra lægstu.

 Flokkur Mest krefjandihæsta
 einkunn 
 Krulla
     einkunn 
 sæti 
 Þrek (Endurance)
 hjólreiðar og langhlaup
     9,63    2,25   56.
 Styrkur (Strength) 
 lyftingar
     9,25
    2,63
  56.
 Kraftur (Power)
 lyftingar
     9,75
    2,50
  56.
 Hraði (Speed)
 spretthlaup
     9,88
    1,50  53.
 Snerpa (Agility)
 fótbolti
     8,25    2,25  54.
 Lipurð (Flexibility)
 fimleikar    10,00
    2,63  55.
 Þor (Nerve)
 Kappakstur     9,88
    1,75
  55.
 Úthald (Durability)
 hnefaleikar og amerískur fótbolti
     8,50    1,50
  57.
 Samhæfing (Hand-Eye Coordination   hafnabolti 
     9,25
    4,88  28.
 Leikskilningur (Analytic Aptitude)   íshokkí, fótbolti, kappakstur
     7,50    5,63
  25.

Meðaleinkunn krullunnar í þessum tíu flokkum er 2,75 og er hún í 56. sæti af 60, aðeins keila, skotfimi, billjard og fiskveiðar eru fyrir neðan. Neðst á listanum eru fiskveiðar (væntanlega átt við stangveiði) með meðaleinkunnina 1,45. Erfiðasta íþróttin er samkvæmt þessu hnefaleikar (7,24), þá íshokkí (7,18), amerískur fótbolti (6,84) og svo körfubolti (6,79). Rétt er að hafa í huga að líklega á það við meirihluta þeirra sem mátu þessar íþróttagreinar að þeir horfa á þær en iðka þær ekki sjálfir.