Karfan er tóm.
Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg hækkuðu sig báðar á listanum á seinni keppnisdegi.
Eftir fyrri keppnisdaginn, stutt prógramm, sem var á fimmtudag, voru SA-stelpurnar í 17. og 18. sæti. Þær náðu svo báðar að hækka sig um nokkur sæti á seinni keppnisdaginn, en keppni í frjálsu prógrammi fór fram í gær.
Hrafnhildur Ósk var með 22,43 stig eftir fyrri dag og í 17. sæti. Hrafnhildur Ósk náði síðan 10. besta árangrinum í frjálsaprógramminu, fékk 44,18 stig og fór upp í 13. sætið samanlagt, með 66,61 stig.
Elísabet Ingibjörg var með 22,14 stig eftir fyrri dag og í 18. sæti. Hún náði 17. besta árangri í frjálsa prógranninu, 38,52 stig og endaði í 17. sæti með 60,66 stig.
Hægt verður að sjá myndbönd af öllum keppendum á youtube-síðu Skautasambandsins, en þegar þetta er skrifað er verið að vinna við að setja þau inn og væntanlega verða öll myndböndin komin inn á næstu dögum. Einnig eru myndir frá mótinu komnar á netið.
Finnsk stúlka sigraði í þessum flokki með miklum yfirburðum, hlaut 103,09 stig og var um 17 stigum hærri en næsti keppandi.
Á úrslitavef mótsins má finna:
samanlagðan árangur
sundurliðað skor í stutta prógramminu og sundurliðað skor eftir dómurum
skor í frjálsa prógramminu og sundurliðað skor eftir dómurum