Karfan er tóm.
Strákarnir lögðu Björninn að velli í Skautahöllinni í kvöld
Lokatölur leiksins urðu 9 mörk SA gegn 5 mörkum Bjarnarins. Leikurinn var jafn framan af og var staðan jöfn 3-3 eftir fyrsta leikhluta. SA vann 2, leikhluta 2-1 og var staðan 6-5 fyrir SA í upphafi 3. leikhluta. Þá fór loksins að draga sundur með liðunum en Bjarnarmenn eyddu miklum tíma í refsiboxinu og fekk SA ágætis tækifæri til að æfa "power-playið" sitt.
Nokkur leiðinda brot sáust hjá báðum aðilum en ágætur dómari leiksins tók á flestum af mikilli röggsemi. Því miður er það að verða siður hérlendisað brjóta á andstæðingum þegar pökkurinn er ekki í leik. Þessi brot eru ekki framin í augnabliks reiðikast heldur af mikilli útsjónarsemi og yfirvegun þegar dómari sér ekki til.
Leikurinn í tölum
SA-Björninn 9-5 (3-3)(2-1)(4-1)
Mörk/stoðs. SA: #27 Jan Kobezda 3/3, #25 Lubomir “Bobson” Bobik 3/3, #21 Marian Melus 1/2, #9 Clark McCormick 1/1, #7 Einar Guðni Valetine 1/0, #15 Birkir Árnason, #10 Jón Ingi Hallgrímsson 0/1, #12 Sigurður Árnason 0/1
Mörk/stoðs. Bjö: #39 Hrólfur Gíslason 2/2, #68 Brynjar F. Þormóðssin 2/2, Matthias Nordin 1/1, #5 Guðmundur Ingólfsson 0/2.
Skot á mark: SA 58 (17/20/21); Bjö 32 (12/12/8)
Markvarsla:
#30 Michhal Kobezda 27 skot varin af 32 eða 84,5%
#27 Alexi Ala-Lathi 49 skot varin af 58 eða 84.5%
Brottvísanir: SA 34 mínútur (16/4/14); Bjö 40 (2/6/32)