Karfan er tóm.
Jæja þá er lokið stórskemmtilegum úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Tórínó. Svíar sigruðu Finna í æsispennandi leik með 3 mörkum gegn 2. Svíar voru sterkari aðilinn allan leikinn þó ekki hafi munað miklu á liðunum. Svíar fengu í heildina fleiri færi og voru mun meira með pressu á Finnsku vörnina en öfugt. Engu að síður sköpuðu Finnar sér næg færi og voru ótrúlega óheppnir undir lokin að ná ekki að jafna. Einnig geta þeir nagað sig í handarbökin því þriðja mark Svíana kom strax eftir dómarakast sem Finnar í raun unnu en klúðruðu pekkinum og náðu aldrei áttum fyrir enn Lidström smurði pökkinn í samskeytin.
Um tölfræði leiksins má lesa hér