Jæja þá er viðburðaríkri helgi að ljúka hér í Skautahöllinni á Akureyri. Svo maður klári bara slæmu fréttirnar fyrst þá tapaðist mfl. leikurinn gegn SR í gærkvöldi 4-6. )o: Úff...... þá er það frá og komið að góðu fréttunum. 4.fl. drengirnir okkar stóðu sig mun betur en mfl. og unnu alla sína leiki á Bautamótinu sem lauk um hádegi. SA þakkar sunnan fólki, bæði keppendum og fylgdarliði fyrir komuna og skemmtilega helgi og vonar að allir hafi haft gaman af. Og svo má lika geta þess í leiðinniað þann 1. janúar síðastliðinn átti SA Stórafmæli og varð 70 ára og auðvitað var veisla af því tilefni í gær milli 2 og 4 þegar gert var hlé á Bautamótinu. Og við það tækifæri var SA veitt viðurkenning af hendi formanns ÍSÍ fyrir að hafa náð þeim áfanga að teljast Fyrirmyndarfélag, sem er mjög ánægjulegt og verður okkur vonandi til framdráttar sérstaklega hvað varðar barna og unglingastarfið. Svona meira til gamans þá tók ég saman statistikkina úr mótinu og
hægt er að skoða hana hér. Að vísu vantar uppl. um refsitímana en það kemur kanski fljótlega.