19. mars kl. 19.30: SA - Björninn

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (09.03.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (09.03.2013)


Annað kvöld, þriðjudagskvöldið 19. mars, mætas SA og Björninn í fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögunum með sigri á Birninum í lokaleik þessara liða í Egilshöllinni. Leikir þessara liða í vetur hafa allir verið jafnir og spennandi og allir endað með eins marks sigri, þar af tveir eftir framlengingu, eins og sjá má af þessum lista:

8. sept.: Björninn - Víkingar 4-3 (0-2, 2-1, 2-0)
16.. okt.: Víkingar - Björninn 3-4 (0-0, 2-1, 1-2, 0-1)
5. jan.: Björninn - Víkingar 0-1 (0-1, 0-0, 0-0)
9. feb.: Víkingar - Björninn 7-6 (2-4, 5-1, 0-1)
12. feb.: Víkingar - Björninn 3-2 (0-2, 2-0, 0-0, 1-0)
2. mars: Björninn - Víkingar 3-4 (1-2, 1-1, 1-1)

Leikurinn hefst kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

Við hvetjum að sjálfsögðu félagsmenn og Akureyringa alla til að mæta í Skautahöllina og vinna leikinn með öflugum stuðningi af pöllunum. Það er hægt.

Aðrir leikdagar í úrslitakeppninni:
Fimmtudagur 21. mars kl. 19.00, Egilshöll.
Laugardagur 23. mars kl. 17.00, Skautahöllin á Akureyri
Mánudagur 25. mars kl. 19.00, Egilshöll (ef þarf)
Miðvikudagur 27. mars kl. 19.30, Skautahöllin á Akureyri (ef þarf)