4 keppendur Skautafélags Akureyrar á Northern Lights Trophy um helgina

Um helgina fer fram í Egilshöll alþjóðlega skautamótið Northern Light trophy sem haldið er af ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið. Við í SA eigum 4 keppendur á þessu móti.
Fyrst eru það þær Helga Mey og Ronja Valgý sem keppa í keppnisflokknum Basic Novice á morgun föstudag. Ronja Valgý hefur keppni fyrst í fyrsta upphitunarhóp klukkan 15:00, Helga Mey er svo fyrst í öðrum upphitunarhóp klukkan 15:34. Því næst er það hún Ylfa Rún sem keppir í flokknum Advanced Novice. Hún fer á ís á morgun föstudag kl.19:00 með stutta prógrammið, en hún er fyrst í þriðja upphitunarhóp og á laugardaginn halda þær svo áfram keppni með frjálsa prógrammið klukkan 13:40, en hvar í röðinni hún er á laugardaginn kemur ekki í ljós fyrr en að flokkurinn hefur lokið keppni á föstudaginn. Að síðustu er það svo Sædís Heba sem keppir í flokknum Junior. Hún hefur keppni klukkan 17:29 á laugardaginn með stutta prógrammið, hún skautar fimmta í öðrum upphitunarhóp. Flokkurinn heldur svo áfram með frjálsa prógrammið klukkan 13:00 á sunnudaginn, hvenær Sædís hefur keppni kemur í ljós að lokinni keppni á laugardaginn.
Við óskum stelpunum og Jönu þjálfara góðs gengis um helgina og hlökkum til að fylgjast með þeim á ísnum.