Aðalfundur félagsins - ný stjórn

Þann 14. maí síðastliðinn var haldinn aðalfundur Skautafélags Akureyrar í skautahöllinni.  Fundurinn var vel sóttur og greinilegt að félagsmenn láta sig málefni félagsins sig miklu varða.  Í mjög stuttri samantekt þá fór fundurinn vel fram, skýrslur voru kynntar og starfsemi félagsins yfirfarin.  Ánægjulegast var að sjá að félagið og deildir þess er skuldlaust, sem teljast verður góður árangur nú á þessum síðustu og verstu.  Starfsemi deildanna er í miklum blóma, drifkraftur og bjartsýni í mannskapnum fyrir komandi tímabil.

Ný stjórn var kjörin á fundinum.  Úr stjórn gengu Ólafur Hreinsson fráfarandi formaður og Ásta Jónsdóttir fulltrúi ungu kynslóðarinnar.  Inn í stjórn komu Reynir Sigurðsson og Jón Rögnvaldsson auk þess sem Gunnar Darri Sigurðsson verður fulltrúi ungu kynslóðarinnar.