Aðventumótinu lokið

Tveir af þremur nefndarmönnum í mótanefnd. Spilltir?
Tveir af þremur nefndarmönnum í mótanefnd. Spilltir?
Nefndarmenn í mótsnefnd - þeir Haraldur Ingólfsson, Rúnar Steingrímsson og Jens Gíslason - röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Grunsemdir uppi um að mótanefndin hafi hannað reglurnar út frá eigin hagsmunum!

Hvort sem grunur um grátt gaman í störfum mótanefndar reynist á rökum reistur eða ekki er þó víst að þátttaka í aðventumótinu varð heldur minni en vonir stóðu til. Aðeins tíu manns tóku þátt í heildina, þar af fimm sem léku alla sex leikina. Nokkrir gátu reyndar ekki leikið alla leikina þar sem tvær umferðir fóru fram á sama tíma og Fálkar og Garpar léku til úrslita í Bikarmótinu. En af þeim leikmönnum sem eru að keppa að staðaldri í mótum Krulludeildar voru nokkuð margir sem spiluðu ekkert í Aðventumótinu.

Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að fjögur bestu skor hjá hverjum og einum giltu þannig að þeir sem gátu mætt öll kvöldin höfðu dálítið forskot, fengu fleiri tækifæri til að vinna leiki og safna stigum og gátu þannig losað sig við tvö verstu skorin sín.

Miðað við þá reglu urðu úrslit þau að Haraldur Ingólfsson varð efstur með 78 stig, næstur kom Rúnar Steingrímsson með 75 stig og Jens Kristinn Gíslason varð þriðji með 59 stig. Haraldur og Jens léku alla sex leikina, Haraldur vann fjóra og tapaði tveimur en Jens vann þrjá og tapaði þremur. Rúnar lék hins vegar aðeins fjóra leiki og vann þá alla þannig að segja má að hann sé sigurvegari mótsins miðað við "fengin tækifæri". 

Úrslit skv. mótsreglunum:

 1.   Haraldur Ingólfsson    78
 2. Rúnar Steingrímsson
 75
 3.
 Jens Kristinn Gíslason 
 59
 4.
 Kristján Bjarnason
 56
 5.
 Jón Grétar Rögnvaldsson
 49
 6.
 Hallgrímur Valsson
 46
 7.
 Sigfús Sigfússon
 45
 8.
 Svanfríður Sigurðardóttir
 28
 9.
 Gunnar H. Jóhannesson 28
10.
 Davíð Valsson (tveir leikir) 
 21

En síðan er gaman að skoða stig þátttakenda miðað við að reglurnar hefðu verið öðruvísi. Í þessu móti voru gefin stig fyrir unninn leik (10), unnar umferðir (2) og skoraða steina (1). Við skulum skoða niðurstöðuna út frá mismunandi forsendum, fyrst út frá því að ekki sé miðað við að fjögur bestu skor gildi heldur að reiknað sé meðalskor hvers leikmanns þannig að þá eigi allir jöfn tækifæri hvort sem þeir spiluðu tvo, fjóra eða sex leiki. Þá er niðurstaðan þessi:

 1.   Rúnar Steingrímsson    18,75
 2. Haraldur Ingólfsson 14,17
 3.
 Kristján Bjarnason  
 14,00
 4.
 Hallgrímur Valsson  11,50
 5.
 Davíð Valsson 10,50
 6.
 Jens Kristinn Gíslason 10,33
 7.
 Jón G. Rögnvaldsson   9,33
 8.
 Sigfús Sigfússon   8,00
 9.
 Gunnar H. Jóhannesson   7,00
10.
 Svanfríður Sigurðardóttir  
   5,17

Síðan skulum við líta á niðurstöðuna ef notast hefði verið við einfalda stigasöfnun, þ.e. 2 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli, þannig að ef tveir eða fleiri yrðu jafnir að stigum þá myndu þeir raðast eftir fjölda unninna umferða og síðan skoraðra steina ef unnar umferðir voru jafnmargar. Látum hér fjögur bestu skor gilda:

 1.   Haraldur Ingólfsson     8 (9 umf.)   
 2. Rúnar Steingrímsson
  8 (8 umf.)
 3.
 Jens Kristinn Gíslason 
  6 (7 umf., 15 steinar)
 4.
 Kristján Bjarnason
  6 (7 umf., 12 steinar)
 5.
 Jón Grétar Rögnvaldsson
  4 (7 umf., 15 steinar)
 6.
 Hallgrímur Valsson
  4 (6 umf., 14 steinar)
 7.
 Sigfús Sigfússon
  4 (6 umf., 13 steinar)
 8.-9.
 Svanfríður Sigurðardóttir
  2 (5 umf., 8 steinar)
 8.-9.  Gunnar H. Jóhannesson  2 (5 umf., 8 steinar)
10.
 Davíð Valsson (tveir leikir) 
  2 (3 umf.)

 En skoðum þá meðaltalið út frá þessari síðustu töflu - þá er röðin þessi:

 1.   Rúnar Steingrímsson    2,00
 2. Kristján Bjarnason 1,50
 3.
 Haraldur Ingólfsson  
 1,33 
 4.-6.
 Jens Kristinn Gíslason
 1,00
 4.-6.
 Hallgrímur Valsson
 1,00
 4.-6.
 Davíð Valsson  1,00
 7.-8.
 Sigfús Sigfússon
 0,67
 7.-8.
 Jón G. Rögnvaldsson  0,67
 9.  Gunnar H. Jóhannesson 0,50
10.
 Svanfríður Sigurðardóttir  

 0,33