Æfingabúðir hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst!

Þá er biðin loksins á enda og æfingabúðirnar okkar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Allir hópar mæta stundvíslega 08:50 í skautahöllina, finna sinn klefa og hitta Helgu Margréti upp í fundarherbergi kl. 09:00 þar sem farið verður yfir nokkra hluti áður en afísæfing hefst. Hver hópur fær sinn klefa og má geyma skautabúnað og fatnað alla virka daga svo lengi sem allt er sett í tösku og hengt upp á snaga. Það verður að tæma klefana á föstudögum svo hægt sé að þrífa almennilega. Í öllum klefum verða stundatöflur og svo er hægt að nálgast þær hér á heimsíðunni líka. Í 2. viku fá allir afhenta æfingabók sem verður kynnt fyrir iðkendum í fundarherbergistíma mánudaginn 10. ágúst. Minni alla á að mæta í viðeigandi klæðnaði bæði á ís og afís! Að lokum vil ég minna alla á íþróttamannslega hegðun, kurteisi gagnvart öðrum iðkendum, starfsfólki og þjálfurum og vona að allir muni eiga góðan tíma í æfingabúðunum :)