Karfan er tóm.
Akureyrar- og bikarmót krulludeildar SA hófst síðasta mánudag með 2 leikjum. Ekki er hægt að segja annað en að leikirnir hafi verið nokkuð ójafnir þar sem Garpar unnu Grísi 11-0 og Víkingar unnu Stuðmenn 11-1. IceHunt sátu hjá í þessari 1. umferð.
Reglur mótsins eru þær að spilaðar 2 umferðir allir við alla. Hver leikur er 6 endar og jafntefli eru leyfð. Fyrir sigur fá lið 2 stig 1 fyrir jafntefli. Séu lið jöfn að stigum verður fyrst tekið tillit til fjölda unninna enda og svo skoraðir steinar ef þarf. Eftir fyrri umferð verður stigahæsta liðið krýnt bikarmeistari og Akureyrarmeistarar verða þeir sem eru hæstir að loknum báðum umferðum.
Önnur umferð verður leikin næsta mánudag, 25. Nóv. Og þá taka IceHunt á móti Stuðmönnum og Víkingar leika við Garpa. Grísir sitja hjá.
Upplýsingar um leiki og stöðu má finna á þessar slóð: https://www.softpeelr.com/en/tournaments/1889