Karfan er tóm.
Fjögur lið taka þátt í Akureyrarmótinu 2015, Garpar, Víkingar, Rokk og A. Reglur mótsins eru þannig að verða 2 umferðir, allir við alla. Fyrir leik eru mæld skot að miðju og svo spilaðir 6 endar. Varðandi endanlega röðun liða gilda stig fyrst, svo innbyrðis viðureignir og loks miðjuskot. Fyrstu leikirnir voru annars vegar á milli Víkinga og A og hins vegar milli Rokk og Garpa. Ekki er hægt að segja að mikið jafnræði hafi ríkt á ísnum þetta kvöld. Víkingar völtuðu yfir A 13-0 og Garpar rúlluðu yfir Rokk 8-3. Næsta mánudag, 12. Okt. verður einn leikur þar sem Garpar og Víkingar leika.
Minni á að engar æfingar verða á miðvikudögum meðan ekki næst leikhæfur ís.
Úrslit, stöðu og liðsskipan má finna hér.