Akureyrarmótið í krullu

Akureyrarmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 26. september. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.

Keppt verður með sama fyrirkomulagi og notað var á flestum mótum síðastliðinn vetur, þ.e. upphitun með tímatöku og svo skot að miðju fyrir leik. Neðst í fréttinni er slóð á pdf-skjal með mótareglum Krulludeildar. Fjöldi liða mun ráða því hvort skipt verður í tvo riðla eða leikið allir við alla. Þátttökugjald er 7.000 krónur á lið.

Þátttökutilkynningar sendist til mótanefndar - haring@simnet.is, 824 2778 - með nafni liðs og nöfnum liðsmanna, í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 26. september. Dregið verður um númer liða við upphaf mótsins á mánudagskvöld og er krullufólk því hvatt til að mæta tímanlega. Ekki er þó víst að öll lið muni spila fyrsta keppniskvöldið. Ætlunin er að mótið verði spilað aðallega á mánudagskvöldum.

Framundan er einnig keppni í tvímenningi (Mixed Doubles) sem fer fram á miðvikudagskvöldum fram eftir hausti. Að jafnaði er einn leikmaður af hvoru kyni í liðum í tvímenningi eða tvenndarkeppni (Mixed Doubles), en vegna þess hve fáar konur stunda íþróttina hér verður enginn kynjakvóti í liðunum. Nánar um þessa keppni fljótlega.