Akureyrarmótið í krullu: Skytturnar sigruðu

Akureyrarmeistarar í krullu 2009, Skytturnar. Jón S. Hansen, Sigurgeir Haraldsson, Ágúst Hilmarsson …
Akureyrarmeistarar í krullu 2009, Skytturnar. Jón S. Hansen, Sigurgeir Haraldsson, Ágúst Hilmarsson og Árni Arason. Auk þeirra er í liðinu Árni Ingólfsson.
Skytturnar eru Akureyrarmeistarar í krullu 2009 eftir sigur á Görpum í úrslitaleik.

Skytturnar sigruðu Garpa 8-6 í úrslitaleiknum. Víkingar kjöldrógu Fífurnar í leik um þriðja sætið.

Garpar náðu yfirhöndinni gegn Skyttunum í upphafi leiks, komust í 4-0 með því að vinna tvær fyrstu umferðirnar. Skytturnar jöfnuðu síðan í 4-4 með því að vinna næstu tvær og gerðu síðan nánast út um leikinn með því að skora fjögur stig í næstsíðustu umferðinni, staðan orðin 8-4 og erfitt að vinna upp þann mun í lokaumferð. Garpar náðu að skora tvö stig í lokaumferðinni og úrslitin því 8-6 Skyttunum í vil. Skytturnar eru því Akureyrarmeistarar í krullu 2009, Garpar fengu silfurverðlaun og Víkingar nældu sér í bronsið með því að sigra Fífurnar 9-0. Í Skyttunum eru þeir Jón S. Hansen fyrirliði, Sigurgeir Haraldsson, Árni Arason, Ágúst Hilmarsson og Árni Ingólfsson.

Krulluvefurinn óskar liðunum til hamingju með árangurinn.

Öll úrslit er að finna í excel-skjali hér.