Akureyrarmótið: Úrslit 2. umferðar

Mestöll 2. umferð Akureyrarmótsins fór fram í kvöld, en leik Garpa var frestað þar sem þeir dvelja nú við krulluiðkun á EM sem fram fer´i Tårnby í Danmörku.

Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Víkingar - Ís-lendingar  4-8

B-riðill
Fálkar - Skytturnar  5-6
Svartagengið - Mammútar  3-8

Mammútar standa best að vígi í B-riðli, hafa unnið báða leiki sína. Staðan í A-riðli er hins vegar óljós þar sem Garpar hafa enn ekki spilað leik. Sjá leikjadagskrá og úrslit í excel-skjali hér.

Þriðja umferð (allir leikir) fer fram mánudagskvöldið 10. október. Gera þarf breytingu frá upphaflegri leikjadagskrá til að koma fyrir tveimur frestuðum leikjum Garpa. Þeir mæta Fífunum miðvikudagskvöldið 12. október og svo Víkingum mánudagskvöldið 17. október. Það þýðir að undanúrslit (A1-B2, A2-B1, A3-B4, A4-B3) fara fram mánudagskvöldið 24. október og úrslitaleikir mánudagskvöldið 31. október.

Tvímenningsmót/tvenndarmót (Mixed Doubles)
Á miðvikudögum í október og nóvember er ætlunin að halda mót í tvímenningi/tvenndarleik (Mixed Doubles). Miðvikudagskvöldið 5. október verður þessi tegund krulluíþróttarinnar æfð sérstaklega, reglurnar rifjaðar upp og þá getur það krullufólk sem æltar að mynda lið æft sig saman. Skráningí mótið er hafin - sendist á haring@simnet.is eða í síma 824 2778. Nóg er að skrá tvo leikmenn í lið en ef það hentar betur upp á forföll er heimilt að þrír séu saman í liði.

Reglurnar í tvímenningi/tvenndarleik má finna í krullureglum WCF - í kafla R14 á bls. 19-21. Á allra næstu dögum verða reglurnar settar hér inn á vefinn á íslensku.

Gimli Cup - strax að loknu Akureyrarmóti
Hugmyndin er síðan að Gimli Cup hefjist strax eftir að Akureyrarmótinu lýkur og verði að mesu (hugsanlega öllu) leyti spilað á mánudagskvöldum.

Bikarmót Krulludeildar á miðvikudögum í nóvember og desember
Að tvímenningsmótinu loknu er svo ætlunin að spila Bikarmót Krulludeildar á miðvikudagskvöldum.