Karfan er tóm.
Alþjóða Íshokkísambandið hefur ákveðið að setja hálshlífaskyldu á allar keppnir á vegum IIHF. Í dag er slík regla í gildi á öllum mótum í U18 og U20 en hingað til hefur ekki verið skylda að vera með hálshlífar í fullorðinsflokkum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í hokkíleik á Englandi á dögunum. Þessi nýja regla hefur ekki tekið gildi enn, en IIHF mun á næstu dögum tilkynna hvenær hún mun taka gildi og líklegt þykir að þetta verði staðfest fyrir allar keppnir ársins 2024.
Fréttatilkynningu IIHF má lesa hér á vef sambandsins HÉR